Fréttir Mánudagur, 10. júní 2024

Mette Frederiksen

Árásir á stjórnmálamenn vekja ugg

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að árásin á Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana á föstudagskvöldið veki upp ugg, en nokkur aukning hefur orðið að undanförnu á því að ráðist sé að stjórnmálamönnum í Evrópu Meira

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Kaflaskil fram undan hjá VG

Guðmundur Ingi ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til formanns VG • Vænta má nýrra áherslna með nýrri forystu • Vill gera flokkinn róttækari Meira

Margmenni og flugið á tímamótum

Fis, þyrlur, drónar, svifvængur, einkaflugvélar og þotur ýmist á landi eða lofti voru sýndar á Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn laugardag. Margir mættu á samkomuna til þess að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í fluginu sem nú er á tímamótum Meira

Árásir á ráðamenn áhyggjuefni

Árásir á kjörna fulltrúa hafa færst í aukana í Evrópu á undanförnum misserum • Forseti Alþingis segir mikilvægt að viðhalda góðu aðgengi að stjórnmálamönnum • Þarf skýr skilaboð frá samfélaginu Meira

Megi ekki treysta alfarið á gervihnetti

Truflanir og falsanir á merkjum gervitungla raska flugleiðsagnakerfum • Áhyggjuefni sem er rakið til Rússa og hefur færst í aukana eftir stríð • Vill halda í eldri búnað sem byggir ekki á gervitunglum Meira

Sungið um íslensku fjallkonuna í göngu á Miðfell

Land ómaði á laugardagsmorgun þegar Fjallakórinn undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttir frumflutti kórlagið Ávarp Fjallkonunnar 2015 á toppi Miðfells í Þingvallasveit. Efnt var til svonefndrar sönggöngu á fjallið og var hún upptaktur ýmissa… Meira

Útgerð Vörður er annað tveggja skipa Gjögurs sem gerir út frá Grindavík.

Útgerð kaupir íbúðir fyrir starfsmenn

Útgerðin Gjögur hf. hefur fest kaup á sextán íbúðum í Sunnusmára í Kópavogi. Þetta staðfestir Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ástæða kaupanna sé sú að verið sé að koma þaki yfir höfuðið… Meira

Sjór Kafbáturinn var settur í sjóinn í gær. Hann siglir fyrir eigin vélarafli.

Sigla á rafmagni til Bretlands

Átta vikur á leið frá Íslandi til Bretlands • Lengstu kafbátaferðir ómannaðra kafbáta sem ganga fyrir eigin afli Meira

Landeyjahöfn Í umhverfismatsskýrslu er áætlað að efnistaka utan 20 metra dýpis muni hafa óveruleg áhrif á strandlínuna og sandrifið. Efnistaka á 15-20 m dýpi geti haft minni háttar áhrif á sandrifið.

Gagnrýna fyrirhugað efnisnám í sjó

Bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum líst ekki á fyrirhugað efnisnám dótturfyrirtækis þýska félagsins Heidelberg Materials í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Hefur bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar gert alvarlegar athugasemdir vegna óvissu og áhættu sem áhrif… Meira

Rusl Eins og sjá má á myndinni var hjólhýsi skilið eftir á svæðinu þegar byggðin var rýmd. Vonast er til að búið verði að farga öllu rusli í sumar.

Tekið þrjú ár að hreinsa svæðið

Ekki er búið að farga öllu því rusli sem skilið var eftir í hjólhýsabyggðinni í Þjórsárdal. Byggðin var rýmd sumarið 2021 og fengu leigjendur frest fram á haust til að fjarlægja muni sína. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskóga hjá ríkisstofnuninni… Meira

Meiraprófið Biðin eftir að taka verklegt próf hefur lengst.

Mikil ásókn hefur skapað biðtíma

Biðin eftir verklegu meiraprófi löng • Bregðast við með fleiri prófdögum Meira

Háskólinn á Bifröst Viðskiptalögfræðin er vinsæl námsleið í ár.

Umsóknum fjölgaði um 200% í ár

Nýtt aðsóknarmet var slegið við Háskólann á Bifröst þegar umsóknarfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Alls höfðu þá borist tæplega 1.460 umsóknir og jókst aðsókn um nærri 200% milli ára. Síðast var aðsóknarmet slegið við háskólann árið 2020, en… Meira

Rokk Hljómsveitalífið í Kópavogi fyrr á árum var afar líflegt.

Marteinn sýnir Kópavogsmyndir

Margt af því sem myndað er á líðandi stund verða skemmtilegur sögur og merkilegar heimildir þegar fram líða stundir. Mestu skiptir þá að setja hlutina í rétt samhengi og finna einhverja sniðuga punkta sem glæða sögurnar lífi,“ segir Marteinn Sigurgeirsson kennari og kvikmyndagerðarmaður Meira

Samstarf Frá vinstri: Víglundur Laxdal Sverrisson og Hildur Sverrisdóttir frá Tækniskólanum og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrita pappírana.

Samið um skólaskip

Tækniskólinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg • Þjálfun með frábærum tækjum • Kenna björgunarsveitafólkinu Meira

Náttúrufræðingur Tilfærsla jökulánna, hörfun jöklanna og nýir tindar og jökulsker eru hluti af þessum breyttu aðstæðum, segir Hjörleifur í viðtalinu. Rannsóknir hans á austurhluta landsins eru stór hluti ævistarfsins.

Náttúruvernd hefur verið mín hugsjón

„Ég heillaðist ungur af öræfunum,“ segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur. Út er komin Árbók Ferðafélags Íslands 2024 – Sunnan Vatnajökuls frá Núpsstað til Suðursveita r Meira

Basl Þotur American Airlines fyrir utan LaGuardia-flugstöðina í New York. Flugfélagið réðst í misheppnaða breytingu á miðasölumálum sínum og virðist einnig hafa lagt of mikla áherslu á fámennari markaðssvæði.

Flugfélögin glíma við mótbyr

Það stefnir í met-ferðasumar í Bandaríkjunum en risarnir á markaðinum kljást við vandamál • American Airlines lækkaði spá fyrir annan ársfjórðung og Southwest fækkar hjá sér starfsfólki Meira

<b id="docs-internal-guid-0b60d0f0-7fff-91c2-d336-ffdcc29b1c27" style="font-weight:normal;">Ísraelsstjórn Benny Gantz hefur sagt sig úr þjóðstjórninni.</b>

Gantz segir sig úr þjóðstjórninni

Benny Gantz, einn af fimm ráðamönnum innan ísraelsku þjóðstjórnarinnar, sagði sig úr henni í gær. „Benjamín Netanjahú [forsætisráðherra Ísraels] er að koma í veg fyrir það að við náum raunverulegum sigri Meira

Frakkland Stuðningsmenn jaðarflokksins Reconquete fögnuðu mjög yfirlýsingu Macrons um þingrof og kosningar.

Hægri-sveifla á Evrópuþingi

Jaðarflokkar til unnu nokkuð á í Evrópuþingkosningunum • Meirihluti miðsæknari flokka hélt velli • Macron rauf óvænt þing og boðaði til þingkosninga Meira

Umhverfismál Svisslendingar rökræða nú nýlegan loftslagsdóm MDE.

Deilt um loftslagið á þinginu í Sviss

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meirihluti efri deildar svissneska þingsins samþykkti fyrir helgi þingsályktun um að nýlegur loftslagsdómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) kallaði ekki á frekari aðgerðir í loftslagsmálum af hálfu stjórnvalda í Sviss umfram það sem hefði verið ákveðið. Meira

Rafvirkjar Feðgarnir Jón Ágúst, Pétur og Halldór Ingi vinna saman í fjölskyldufyrirtækinu Raftækjasölunni.

Rafmagnað stuð hjá feðgum í útskrift

Bræðurnir Jón Ágúst og Halldór Ingi Péturssynir útskrifuðust frá Rafmennt sem rafvirkjameistarar síðastliðinn laugardag. Pabbi þeirra, Pétur H. Halldórsson, er formaður Félags löggiltra rafverktaka og kom því að útskriftinni og fékk að rétta sonum sínum útskriftarskírteinin sín Meira