Menning Þriðjudagur, 11. júní 2024

Hæfileikafólk Listamennirnir sem koma að Las Vegan á kynningarmynd fyrir verkið.

„Mér líður eins og ég sé fléttari“

Ilmur Stefánsdóttir er höfundur og leikstjóri Las Vegan, óvenjulegs verks sem sýnt verður á Listahátíð í Reykjavík • Heimsendaspá á TikTok • Barn leiðir áhorfendur í undarlegt ferðalag Meira

Dans Bára Sigfúsdóttir og Tinna Ottesen sýna dansverk í Borgarleikhúsinu.

Boðið í ferðalag í ljóðrænu dansverki

Dansverkið Flökt verður sýnt sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 12. og 13. júní í Borgarleikhúsinu. „Í Flökti rannsaka danshöfundurinn og dansarinn Bára Sigfúsdóttir og rýmissagnahöfundurinn Tinna Ottesen líkamlega tengingu okkar við heiminn… Meira

Tónskáldið „Kannski er einfaldast að líkja upplifun minni við það að virða fyrir sér landslag úr ólíkum áttum,“ skrifar rýnir um verk Önnu Þorvalds.

Seigfljótandi hreyfingar í alrými Hörpu

Harpa METAXIS ★★★★★ Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjórar: Eva Ollikainen og Ross Jamie Collins. Tónleikar í alrými Hörpu á opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 1. júní 2024. Meira

Tveir góðir Pierce og Shaq á vellinum.

Fuglaskoðun í stúkunni

Boston Celtics eru komnir í vænlega stöðu gegn Dallas Mavericks, hafa unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaseríunni í bandaríska körfuboltanum og finna lyktina af fyrsta titlinum í 16 ár. Í útsendingum frá körfuboltaleikjum staldrar myndavélin iðulega við nafntogaða gesti og aðra fugla í stúkunni Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 13. júní 2024

Alvörufrí eða Instagram-frí?

Sumarið er tíminn til að blómstra eins og enginn sé morgundagurinn hvort sem þú setur þig í stellingar fyrirsætunnar Oliviu Vinten í strandlínu Chanel eða leyfir afslöppuðu útgáfunni af þér að springa út og njóta sín. Meira

Upplifun Búa til miðbæ fótboltans á Brúartorgi.

Allt annar bæjarbragur og stemning í fólki

Á meðan Evrópumótið í fótbolta stendur yfir í sumar verður settur upp stór skjár í miðbæ Selfoss og allir leikir sýndir. Mikilli gleði og stemningu er lofað. Meira

Mathöll Það eru fjölbreyttir veitingastaðir í Mjólkurbúinu á Selfossi.

Með heimamanninn með sér í liði

Röstí, Takkó, Romano og Samúelsson eru fjórir mismunandi staðir í Mjólkurbúinu á Selfossi. Takkó er vinsæll meðal vinkonuhópa og hamborgari á Röstí klikkar seint. Meira

Hlýleiki Mikið var lagt í allt útlit Fröken Selfoss.

Skiptu um stefnu og viðtökurnar góðar

Í miðbæ Selfoss má finna íslenska veitingastaðinn Fröken Selfoss og ísbúðina Groovís sem er heimsins skemmtilegasta ísbúð að sögn eiganda hennar. Meira

Þríeyki Pétur Jónasson gítarleikari ásamt þeim hjónum, Guðrúnu og Javier, en þau koma öll þrjú fram á tónleikunum Ferðalok þann 23. júní.

Órafmögnuð söngtónlist er kjarninn

Hin árlega Sönghátíð í Hafnarborg hefst á laugardaginn • Ber titilinn „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ • 80 tónlistarmenn taka þátt í ár • Átta tónleikar • Góð sýn á söngflóru landsins í dag Meira

Listamennirnir Manfreð og Hans við athöfnina í Sveinatungu í Garðabæ.

Hans bæjarlistamaður

Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistari var nýverið útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar en athöfnin fór fram í Sveinatungu. Við sama tækifæri var Manfreð Vilhjálmsson arkitekt heiðraður fyrir ómetanlegt ævistarf Meira

Án titils (portrett af listamönnunum í íslenskum kvenbúningum; peysufötum og upphlut), 2000 Libia Castro (1970) og Ólafur Ólafsson (1973) Ljósmynd

Hugmyndir um sjálfið

Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Listasafnið er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við Listasafn Íslands. Meira

Sköpun „Eitthvað leitar sterkt á mig, grunur eða hughrif, og í ferlinu fæðist verkið eiginlega af sjálfu sér.“

Myndlist er eins og svæðanudd

Haraldur Jónsson sýnir ný verk í Berg Contemporary • Verkin eru unnin í ýmiss konar miðla • Haraldur segir verkin vera eimingu á tíðaranda • Eitt verkanna tengist kaldastríðsbörnum Meira

Höfundurinn „Góð listaverk eru landamæralaus“ skrifar rýnir um verk hins grísk-sænska Theodors Kallifatides, Það liðna er ekki draumur.

Lífinu forðað frá gleymskunni

Skáldsaga Það liðna er ekki draumur ★★★★½ Eftir Theodor Kallifatides. Hallur Páll Jónsson íslenskaði. Dimma, 2024. Mjúk kápa, 297 bls. Meira

Jóhanna Vigdís Biður mann að sýna skilning.

Hin blíðlega afsökunarbeiðni RÚV

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Heiðar Örn Sigurfinnsson eru blíðlega foreldraleg í auglýsingu sem RÚV sýnir nú á besta sýningartíma. Þar tilkynna þau okkur að fréttatími RÚV verði næstu vikur klukkan 21.00 í stað 19.00 Meira

Miðvikudagur, 12. júní 2024

Sveitin „Hér áður fyrr var það aðeins á færi bestu hljómsveita heims að flytja sinfóníur Mahlers.“ Mynd frá 2015.

Þegar ónærgætin keyrsla leysir túlkun af hólmi

Harpa Mahler nr. 3 á Listahátíð í Reykjavík ★★½·· Tónlist: Gustav Mahler (Sinfónía nr. 3). Texti: Friedrich Nietzsche (Miðnæturljóð Zaraþústra) og brot úr þjóðkvæðasafninu Töfrahorn drengsins (Des Knaben Wunderhorn). Einsöngvari: Christina Bock. Kórar: Vox feminae (kórstjóri: Stefan Sand), Kammerkórinn Aurora (kórstjóri: Sigríður Soffía Hafliðadóttir) og Stúlknakór Reykjavíkur (kórstjóri: Margrét Pálmadóttir). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Tónleikar í Eldborg Hörpu á Listahátíð í Reykjavík fimmtudaginn 6. júní 2024. Meira

Grín Ari Eldjárn treður upp með nýtt uppistand.

„Svolítið skrýtið og skemmtilegt“

Jaðarhátíðin Reykjavík Fringe stendur yfir 17.-23. júní • Von á alþjóðlegum stjörnum úr sviðslistaheiminum til landsins • Mikil gróska í jaðarsviðslistasenunni og brýnt að veita henni pláss Meira

Greifi Ewan McGregor leikur Alexander Rostov.

Ævintýralegt stofufangelsi

A Gentleman in Moscow eru sjónvarpsþættir sem gefnir voru út á árinu. Sagan segir frá rússneskum aðalsmanni, Alexander Rostov greifa, sem er refsað fyrir að hafa yfirgefið land sitt í rússnesku byltingunni árið 1917 Meira

Mánudagur, 10. júní 2024

Ástarharmsaga Erla Hulda Halldórsdóttir annaðist útgáfu bréfa Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur.

„… elskandi unnusti ævinlega“

Bókarkafli Árið 1826 sigldi Baldvin Einarsson til náms í Kaupmannahöfn. Hann var þá trúlofaður Kristrúnu Jónsdóttur en sveik hana í tryggðum. Í bókinni Ég er þinn elskari er ástarharmsaga þeirra rakin og bréfin sem hann skrifaði henni birt með skýringum og færð til nútímastafsetningar. Erla Hulda Halldórsdóttir annaðist útgáfuna og skrifaði inngang. Meira

Fótbolti Það er aldrei friður fyrir honum.

Enn og aftur íþróttaofríki

Enn einu sinni gerðist það, nú á þriðjudagskvöldi á besta sjónvarpstíma, að sýnt var beint frá fótboltaleik á RÚV. Enn einu sinni þurfti maður að bíta á jaxlinn og sætta sig við ofríki íþróttaheimsins Meira

Hasar Martin Lawrence og Will Smith í Slæmir strákar: Duga eða drepast sem er fimmta myndin í seríunni.

Ég hef alltaf verið veik fyrir svona strák

Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Bad Boys: Ride or Die / Slæmir strákar: Duga eða drepast ★★★½· Leikstjórn: Adil El Arbi og Bilall Fallah. Handrit: Chris Bremner, Will Beall og George Gallo. Aðalleikarar: Will Smith, Martin Lawrence, Eric Dane, Jacob Scipio, Melanie Liburd, Paola Núñez, Rhea Seehorn, Vanessa Hudgens, Alexander Ludwig og Ioan Gruffudd. 2024. Bandaríkin. 115 mín. Meira

Laugardagur, 8. júní 2024

Unaður Nína og Embla snúa upp á sköpunarsöguna í glænýju sviðsverki sínu, Eden, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Hinsegin fötlunarparadís

Sviðslistafólkið Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir setja upp verkið Eden á Listahátíð í Reykjavík ­l Tvær sýningar í Tjarnarbíói • Veruleiki jaðarsettra verður nýja viðmiðið Meira

Vofur Kælan mikla og Barði Jóhannsson eiga heiðurinn af The Phantom Carriage.

Draugareiðin

The Phantom Carriage er samvinnuverkefni Kælunnar miklu og Barða Jóhannssonar. Um er að ræða tónspor sem var sérstaklega samið fyrir rúmlega 100 ára gamla mynd (Körkarlen) og var það flutt í kirkju á kvikmyndahátíð í Transylvaníu. Eðlilega. Meira

Berjadagar Hátíðin fer að þessu sinni fram dagana 14.-17. júní á Ólafsfirði en ekki í ágúst líkt og venjan er. Á myndinni lengst til hægri er Ólöf, þá Eyjólfur Eyjólfsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Vera Panitch.

Tærleiki lofts og listar mætast

Tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði fyrir löngu fest sig í sessi • „Það verður til einhver einstök orka á svona dögum“ • Tónlistarmenn eru auðlind • Mikil stemning og eftirvænting Meira

Flugeldasýning „Efnisskráin var fjölbreytt og raunar var ég pínulítið hissa á breiddinni sem hún fól í sér, allt frá viðkvæmum sönglögum upp í dramatískar óperuaríur. Sannast sagna gerðu þau allt vel og eiginlega miklu meira en það.“

„Rödd aldarinnar“

Harpa Lise Davidsen á Listahátíð í Reykjavík ★★★★★ Tónlist: Edvard Grieg, Giacomo Puccini, Giuseppe Verdi, Jean Sibelius, Richard Wagner, Franz Schubert, Franz Lehár og Frederick Loewe. Einsöngvari: Lise Davidsen. Píanóleikari: James Baillieu. Tónleikar í Eldborg Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 1. júní 2024. Meira

Listamaður Tom Waits syngur hér á tónleikum.

Varmi og viskí beint í æð

Fyrir nokkrum árum rambaði ég fyrir slysni á tónlist listamannsins Toms Waits. Ég drekkti mér í lagi eftir lagi. Plötu eftir plötu. Heillaður. Það var þó ein plata sem ég taldi fremsta á meðal jafningja og er það platan The Heart of Saturday Night Meira

Föstudagur, 7. júní 2024

Niður Texti úr bók Dags, Ljósagangi, yfir loftmynd af Reykjavík, en verkið Niður er unnið upp úr bókinni.

„Kakófónískt verk en mjög skipulagt“

Fyrirmælaverk frá 1979 eftir John Cage unnið upp úr bók Dags Hjartarsonar Ljósagangi l  Berglind María leiðir tónlistarhópinn Skerplu l  „Þau eiga allan heiðurinn af útkomu verksins“ Meira

Fjölbreytni Á veggnum má frá vinstri sjá verk eftir Unnar Örn Auðarson, Dieter Roth og Sigurð Guðmundsson.

Einstök bókverk úr safneign Nýló

Nýlistasafnið Endurlesa ★★★★· Sýningarstjóri Joe Keys. Sýningin stendur til 4. ágúst 2024. Opið miðvikudaga til sunnudaga milli kl. 12 og 18. Meira

Gamanmynd Danni og Þór.

Dalalíf 40 ára

Kvikmyndin Dalalíf fagnar 40 ára afmæli sínu á árinu. Dalalíf er önnur kvikmyndin í þríleik eftir Þráin Bertelsson um vinina Þór og Danna. Eggert Þorleifsson fer með hlutverk Þórs og Karl Ágúst Úlfsson fer með hlutverk Danna Meira