Fréttir Miðvikudagur, 10. júlí 2024

Leiðtogafundur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

NATO fagnar 75 árum

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst í gær en hann er haldinn á 75 ára afmæli bandalagsins. Leiðtogar frá öllum 32 aðildarríkjum NATO, þar á meðal Íslandi, sækja fundinn. Leiðtogafundurinn er að þessu sinni haldinn í Washington í… Meira

Óli Björn Kárason

„Grunnskólinn virkar ekki“

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að íslenski grunnskólinn virki ekki og að nauðsyn sé á uppstokkun. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir hann hvernig komið hafi verið í veg fyrir að kennarar, foreldrar og nemendur fái samanburð á gæðum skólastarfs Meira

Sextán ára hetja Spánverja sem leika til úrslita á EM

Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal varð í gærkvöld yngsti markaskorari stórmóts karla í knattspyrnu og sló met sem sjálfur Pelé átti þegar Spánverjar sigruðu Frakka, 2:1, í undanúrslitum Evrópumótsins í München í Þýskalandi Meira

Leigubílar Formaður Frama segir meira eftirlit vanta á markaðinn.

Orðrómurinn farinn að fæla fólk frá landinu

Formaður Frama segir vanta aukið eftirlit með leigubílum Meira

Túnin Í Göngustaðakoti í Svarfaðardal eru túnin illa leikin vegna kalskemmda eins og sjá má á þessum ljósmyndum sem teknar voru í vikunni.

Fjöldi bænda sótt um fjárhagsaðstoð

Umsóknum um fjárhagsaðstoð úr Bjargráðasjóði vegna kaltjóna á túnum hefur fjölgað verulega það sem af er ári. Nú þegar hefur borist 61 umsókn og þar ef eru 45 þeirra úr Þingeyjarsýslum. Umsóknarfrestur er til 1 Meira

Ferðamenn Mun færri erlendir ferðamenn sækja Ísland heim í ár en búist var við. Hótelrekendur bjóða því Íslendingum tilboðsverð út sumarið.

Covid-tilboð á hótelum um allt land

Stórar hótelkeðjur keppast við að bjóða Íslendingum tilboðsverð á gistingu • Ástandið minnir á sumarið 2020 • Eðlileg viðbrögð, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar • 18% samdráttur Meira

Wolt Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort lagðar verði fram ákærur.

Mál Wolt liggur hjá ákærusviði

Lögreglan hefur ekki ákveðið hvort starfsmenn sem störfuðu án atvinnuréttinda hjá heimsendingafyrirtækinu Wolt verði ákærðir. Þetta segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið Meira

Grensás Við undirritun samningsins á Grensásdeild Landspítalans í gær.

Framkvæmdir hefjist í ágúst

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, undirrituðu samning vegna nýbyggingar við Grensásdeild Landspítalans í gær. Samningurinn er hluti af verkefnum Nýs Landspítala ohf Meira

Bankalóðin tekur á sig mynd

Frágangur á lóð Landsbankans við Reykjastræti er á lokametrunum. Nú er verið að gróðursetja trjáplöntur og ljúka við hellulögn. Bráðlega verða tjarnirnar fylltar af vatni. Útlit og hönnun á lóðinni sem vísar að Kalkofnsvegi tekur mið af lóð Hörpu þannig að svæðið myndi eina heild Meira

Eldar Útköllum slökkviliðsins vegna gróðurelda hefur fjölgað milli ára. Mesta fjölgunin átti sér stað á vestur-, suður- og suðvesturhorni landsins.

Útköllum fjölgaði um 114 prósent

Flest útköll á Suðvesturlandi • Háar tölur miðað við votviðri síðustu mánaða • Gróðureldar tengjast yfirleitt mannlegum mistökum • Fjögur útköll vegna gróðurelda í tengslum við eldgos á Reykjanesskaga Meira

Ekki fleiri án vinnu í þrjú ár

Atvinnulausum einstaklingum frá Póllandi, Litáen, Rúmeníu, Lettlandi og Úkraínu hefur fjölgað milli ára. Þá hafa ekki jafn margir verið án vinnu frá þessum löndum í júní síðan 2021 en áhrifa farsóttarinnar gætti þá enn í efnahagslífinu Meira

Leigubíll Í tæplega helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir vegna gruns.

Segir leigubílstjóra fæla frá erlenda ferðamenn

Ofrukkanir eiga sér stað • Leigubílar þurfi aukið eftirlit Meira

Vatnsbúskapur Fjólubláa línan sýnir stöðuna eins og hún er í dag, bláa línan sýnir stöðuna eins og hún var í fyrra og græna línan sýnir áætlað meðaltal.

Staðan verst í Hálslóni

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar fer ekki vel af stað í ár eftir erfiðan vetur, þegar takmarka þurfti afhendingu til viðskiptavina með samninga um skerðanlega raforku. Vorleysingar byrjuðu seint en í byrjun maí hófst vatnssöfnun í Blöndulóni og Þórisvatni Meira

Kári Árnason

Kári Árnason, íþróttakennari á Akureyri og fv. landsliðsmaður í knattspyrnu, lést á dvalarheimilinu Hlíð 2. júlí síðastliðinn, 80 ára að aldri. Kári fæddist á Akureyri 25. febrúar 1944. Foreldrar hans voru Ingunn Elísabet Jónsdóttir og Árni Friðriksson Meira

Aðhald RÚV hefur þurft að bregðast við gati í fjárhagsáætlun í ár.

300 milljóna hagræðing hjá RÚV

Dregið úr endurráðningum starfsfólks • Dagskrá og fréttum verður hlíft Meira

Krónumenn Ólafur Rúnar Þórhallsson, til vinstri, og Breki Arndal.

Breytt Króna opnuð á morgun

Breytt skipulag, betri lýsing, umhverfisvænar lausnir og þægileg uppsetning þar sem viðskipavinir ganga að öllu vísu. Þetta er einkennandi í verslun Krónunnar við Þjóðhildarstíg í Grafarholti í Reykjavík sem á morgun, fimmtudag, verður opnuð að nýju eftir miklar breytingar Meira

Grafreitur í Úlfarsfelli tilbúinn 2024

Kirkjugarður við borgarmörk verður 22,5 ha að flatarmáli Meira

Hljóðupptökuver Nýtt líf samvinnufélagshússins í Haganesvík.

Geta tekið upp tónlist allan sólarhringinn

Gisting færð nær hljóðupptökuveri í Fljótum • Deplar ekki á allra færi Meira

75 ára Fulltrúar allra 32 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins eru mættir á leiðtogafund í Washington.

NATO-fundur í skugga stríðs

Biden hét auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í gær • Á meðan deildu samflokksmenn um hvort hann ætti afturkvæmt í forsetaembættið • Stoltenberg sæmdur frelsisorðu forsetans Meira

Rannsókn Áfallasaga kvenna er rannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsu kvenna.

Þörf á að fyrirbyggja áreitni á vinnustöðum

Sviðsljós Drífa Lýðsdóttir drifa@mbl.is Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað tengjast auknum líkum á ýmsum heilsuvandamálum meðal kvenna á Íslandi. Má þar nefna einkenni þunglyndis, kvíða, félagsfælni, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, sjálfsvígstilrauna, lotudrykkju, svefnvandamála og líkamlegra einkenna og veikindaleyfi frá vinnu. Meira

Vesturbær Fyrir um hálfri öld var plantað út við Reynimel. Vel tókst til með ræktunarstarf og þetta stóra grenitré fyllir nánast lóðina.

Leita að hverfistrjám í fallegri Reykjavík

„Gróður hefur góð áhrif á mannlífið og fegrar umhverfið. Á því viljum við vekja athygli með þessu verkefni og einnig hvetja fólk til að fara í góðan göngutúr og gefa nærumhverfinu gaum. Reykjavík er gróðursæl og falleg borg,“ segir Auður … Meira