Íþróttir Miðvikudagur, 10. júlí 2024

Viktor var bestur í þrettándu umferð

Viktor Jónsson, sóknarmaður Skagamanna, var besti leikmaðurinn í þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Viktor átti sannkallaðan stórleik og skoraði fjögur mörk, auk þess að leggja eitt upp, þegar ÍA burstaði HK 8:0 á laugardaginn Meira

Gleði Sveindís Jane og Glódís Perla eru andstæðingar í bestu liðum Þýskalands en samherjar í landsliðinu og voru í góðum gír á æfingu í gær.

Við getum alveg boðið Þýskalandi alvöruleik

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu býr sig nú undir tvo síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins, gegn Þýskalandi á Laugardalsvellinum á föstudaginn og gegn Póllandi í Sosnowiec næsta þriðjudag Meira

Fimm leikmenn úr Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta voru úrskurðaðir…

Fimm leikmenn úr Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta voru úrskurðaðir í eins leiks bann í gær af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH, fer í bann vegna sjö gulra spjalda og Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, vegna… Meira

Kátur Lamine Yamal fagnar innilega eftir að hafa jafnað fyrir Spánverja með stórglæsilegu marki.

Strákurinn hetja Spánverja

Sögulegt mark frá hinum 16 ára gamla Lamine Yamal þegar Spánn vann Frakkland í undanúrslitum • Spánverjar mæta Englandi eða Hollandi í úrslitaleik Meira

FH-ingar fara beint í riðlakeppnina

Íslandsmeistarar FH í handknattleik karla fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust en Valsmenn, sem urðu Evrópubikarmeistarar í vor, þurfa að fara í eina umferð í undankeppni til að komast í riðlakeppnina Meira

Vítateigsbarningur Gunnar Vatnhamar skallar að marki Shamrock eftir eina af sautján hornspyrnum sem Víkingar fengu í leiknum í gærkvöld.

Vonbrigði á Víkingsvellinum

Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar • Úrslitin ráðast í Dublin næsta þriðjudag Meira

Spánverjinn Dani Olmo jafnaði við Hollendinginn Cody Gakpo og þrjá aðra…

Spánverjinn Dani Olmo jafnaði við Hollendinginn Cody Gakpo og þrjá aðra sem markahæsti leikmaður EM í fótbolta þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í gærkvöld Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 13. júlí 2024

Lykilmenn Spánverjinn Nico Williams og Englendingurinn Bukayo Saka verða í eldlínunni í Berlín annað kvöld.

Fjórði titillinn eða sá fyrsti?

Úrslitaleikur Evrópumóts karla í knattspyrnu annað kvöld • Spánverjar geta unnið í fjórða sinn • Vinna Englendingar loks EM? • Gullboltinn einnig undir? Meira

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í…

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í sínum 39. A-landsleik gegn Þýskalandi í gærkvöld. Hún jafnaði þar við fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem hefur skorað 11 mörk í 127 landsleikjum Meira

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni og fagnaði innilega þegar flautað var til leiksloka á Laugardalsvellinum.

Stórþjóð skellt í Laug-ardal og Ísland á EM

Þjóðverjar sigraðir 3:0 og Ísland fer á fimmta Evrópumótið í röð í Sviss 2025 Meira

„Við náðum aftur í okkar grunngildi“

Geggjaður dagur, segir Glódís • Höfum þróast mikið sem lið, segir Þorsteinn Meira

Föstudagur, 12. júlí 2024

Garðabær Örvar Eggertsson skýtur að marki Linfield í leiknum í Garðabæ en Stjarnan vann 2:0 og fer með gott forskot til Belfast.

Stjarnan er í bestu stöðunni

Tvö mörk Emils tryggðu 2:0 sigur gegn Linfield • Blikar misstu niður 2:0 forskot og töpuðu í Skopje • Valsmenn jöfnuðu í lok uppbótartíma á Hlíðarenda Meira

Þýskaland Þorsteinn Halldórsson segir að íslenska liðið fari í alla leiki til að vinna og þá breytir engu þó Þjóðverjar séu andstæðingurinn.

Þrír möguleikar í Þjóðverjaleik

Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli kl. 16.15 • Sigur tryggir EM-sætið l  Gætu fagnað þrátt fyrir jafntefli eða tap l  Spila til sigurs  gegn stórveldinu Meira

Valgeir Lunddal Friðriksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til…

Valgeir Lunddal Friðriksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til þýska félagsins Düsseldorf, samkvæmt fréttavef þýsku B-deildarinnar. Valgeir hefur leikið með Häcken frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni frá 2021 Meira

Fimmtudagur, 11. júlí 2024

Unnu Ingibjörg Sigurðardóttir í sigurleiknum gegn Austurríki á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði en Ísland stendur vel að vígi í riðlinum.

Þarf varla að gíra sig upp fyrir Þjóðverja

Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum á morgun kl. 16.15 Meira

Það er óhætt að óska frændum okkar Írum til hamingu með nýjan þjálfara…

Það er óhætt að óska frændum okkar Írum til hamingu með nýjan þjálfara karlalandsliðsins þeirra í fótbolta. Heimir Hallgrímsson var ekki lengi atvinnulaus eftir að hann sagði skilið við sama starf á Jamaíka, enda viðbúið að margir renndu til hans… Meira

Undanúrslitaleikur Englands og Hollands á Evrópumóti karla í knattspyrnu…

Undanúrslitaleikur Englands og Hollands á Evrópumóti karla í knattspyrnu hófst klukkan 19 í gærkvöld, um það leyti sem Morgunblaðið fór í prentun. Allt um leikinn er að finna á mbl.is en sigurvegarinn mætir Spáni í úrslitaleik EM í Berlín á sunnudagskvöldið Meira

Þriðjudagur, 9. júlí 2024

Hulda Ósk best í tólftu umferðinni

Hulda Ósk Jónsdóttir, kantmaður Þórs/KA, var besti leikmaðurinn í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Hulda átti sannkallaðan stórleik þegar Akureyrarliðið vann Þrótt 4:2 í Laugardalnum á sunnudaginn því hún lagði… Meira

Víkin Víkingar taka á móti írsku meisturunum Shamrock Rovers í kvöld.

Lykilleikur Víkinga í kvöld

Þátttaka íslenskra liða í Evrópumótum karla í fótbolta er ávallt fyrirferðarmest í júlímánuði og leikjatörn þeirra hefst í kvöld. Víkingar taka þá á móti Shamrock Rovers frá Írlandi klukkan 18.45 á Víkingsvellinum í fyrstu umferð undankeppni… Meira

Lykilmenn FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson með boltann í leik gærkvöldsins. KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson eltir hann.

KA-menn náðu í stig í Hafnarfirði

FH og KA gerðu jafntefli, 1:1, í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. KA-liðið er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum og situr í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig Meira

Ólympíufarar Anton Sveinn McKee og Erna Sóley Gunnarsdóttir, ásamt Guðlaugu Eddu Hannesdóttur og Hákoni Þór Svavarssyni í fjarfundarbúnaði í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Snæfríður Sól Jórunnardóttir var á æfingu.

Næstminnsti hópurinn í 60 ár

Fimm Íslendingar keppa á Ólympíuleikunum í París • Ísland hefur mest átt 31 keppanda á leikunum • Þarf meira fjármagn og betri umgjörð, segir Vésteinn Meira

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er búin að…

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er búin að semja við Grindvíkinga um að leika með þeim næstu tvö árin. Hún lék með Njarðvíkingum á síðasta tímabili en áður lengst með Breiðabliki, og sem atvinnumaður í Ástralíu, Grikklandi og Króatíu Meira

Mánudagur, 8. júlí 2024

Mark Jónatan Ingi Jónsson og Hörður Ingi Gunnarsson fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir að hann skoraði fyrsta mark Vals gegn Fylki.

Blikar að dragast aftur úr?

Valsmenn virðast sem stendur vera líklegri en Blikar til að elta Víkinga í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Valur vann mjög öruggan sigur á Fylki, 4:0, í 13. umferðinni á Hlíðarenda á laugardaginn á meðan Blikar léku sinn þriðja… Meira

Berlín Tyrkinn Baris Yilmaz horfir á Hollendinga fagna sigrinum.

Ólíkir sigrar hjá Englandi og Hollandi

England og Holland mætast í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á miðvikudagskvöldið eftir afar ólíka leiki liðanna í Þýskalandi á laugardaginn. Englendingar sigruðu Sviss í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli í Düsseldorf, 1:1, í leik þar sem marktækifæri voru af afar skornum skammti Meira

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason hefur skrifað undir tveggja ára…

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Damaiense í Portúgal en hann tók við kvennaliði félagsins í október. Það náði fjórða sæti í vetur, besta árangrinum í sögu félagsins Meira

Kaplakriki Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttu við Örnu Eiríksdóttur en Katrín skoraði tvívegis í sigri Breiðabliks á FH í gær.

Toppliðin tvö eru í sérflokki

Breiðablik og Valur gefa ekkert eftir og unnu í gær bæði sinn ellefta sigur í fyrstu tólf umferðunum í Bestu deild kvenna. Þau eru því áfram hnífjöfn á toppnum, þar sem Blikar hafa undirtökin á markatölu, og eru áfram níu stigum á undan Þór/KA í þriðja sætinu Meira