Ég fann eyjuna mína – bolide Z nefnist sýning sem listamaðurinn LO-renzo opnar í SÍM gallery í Hafnarstræti 16 í dag milli kl. 16 og 19. Sýningin stendur til 28. júlí
Listamaðurinn LO-renzo.
Listamaðurinn LO-renzo.

Ég fann eyjuna mína – bolide Z nefnist sýning sem listamaðurinn LO-renzo opnar í SÍM gallery í Hafnarstræti 16 í dag milli kl. 16 og 19. Sýningin stendur til 28. júlí.

Í tilkynningu frá sýningarstað kemur fram að sýningin sé afrakstur heimsókna listamannsins LO-renzo til Íslands árin 2017, 2021 og 2022. Hún samanstandi af ljósmyndaverkum. „Síðan 2012 hef ég verið að vinna að verkefni sem ég kalla „Ég fann eyjuna mína – bolide Z“. Hingað til hef ég kannað sex mismunandi landsvæði: garða ímyndunaraflsins í Dordogne, eldfjöllin á Reunion-eyju, afbyggða og endurbyggða Berlínarborg, Leibniz-stofnunina í stjörnueðlisfræði í Potsdam, hraunbreiður Íslands ásamt leiruviðartrjám Nýju-Kaledóníu,“ segir listamaðurinn um vinnu sína.