Seiðsystur Freyja Eilíf, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Heiðrún Viktorsdóttir og Sigthora Odins.
Seiðsystur Freyja Eilíf, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Heiðrún Viktorsdóttir og Sigthora Odins.

Seiðlistakonur kalla þær sig listakonurnar Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf, Heiðrún Viktorsdóttir og Sigthora Odins sem opna í Nýlistasafninu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 sýninguna Streymi . Sýningin er partur af sýningaröð safnsins sem nefnist „Rúmelsi“, þar sem áhersla er lögð á frumkvæði listamanna, en Streymi er sýningarverkefni á vegum Ekkisens sem er sýningarrými við Bergstaðastræti.

Í tilkynningu segir að „Stream-spirit-puddle-power“ sé óformlegt heiti á samstarfi myndlistarkvennanna sem hafi streymt saman í lífi og starfi frá árinu 2016. „Listrænar rannsóknir þeirra eru fasafléttur sem leiða saman snúrur úr heimum myndlistar, frumefna, fjölvíddar og fjölkynngi. Í gegnum sýningarstörf í Ekkisens lá leið hópsins í Streymi saman og úr varð seiðsystrateymi sem nú spannar tveggja ára samtal.“

Andrea Ágústa sýnir skúlptúra sem unnir eru og hlaðnir sem líffæri sem

...