30 ára Elín ólst upp í Vesturbænum og í Grafarvogi. Elín er tónlistarkona, betur þekkt undir nafninu Elín Ey. Elín hefur notað tímann á þessum undarlegu Covid-tímum og verið að semja og vinna tónlist í stúdíói undanfarið og er að vinna að tveimur...

30 ára Elín ólst upp í Vesturbænum og í Grafarvogi. Elín er tónlistarkona, betur þekkt undir nafninu Elín Ey. Elín hefur notað tímann á þessum undarlegu Covid-tímum og verið að semja og vinna tónlist í stúdíói undanfarið og er að vinna að tveimur plötum. Svo er hún nýbúin að taka upp jólalag, það fyrsta sem hún hefur gert á ferlinum.

Maki : Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 1985, meistaranemi í markaðsfræði.

Barn : Jón Mói, f. 2019.

Foreldrar : Ellen Kristjánsdóttir, f. 1959, söngkona og Eyþór Gunnarsson, f. 1961, tónlistarmaður. Þau búa í Árbænum.