Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég var í upphafi svolítið hrædd við að skrifa þessa bók, af því hún fjallar um ofbeldi, sérstaklega gagnvart börnum. Einnig er mikil reiði í henni, reiði sem tengist fjölskyldum og tengslum á milli foreldra og barna, tengslum móður og barns. Í fyrravetur fór ég til Þingeyrar til að skrifa og vinna í allt öðru verkefni, en veturinn var mjög þungur og myrkur og þegar ég byrjaði að skrifa í þessum nýju og framandi aðstæðum hárra fjalla hér á Vestfjörðum, umvafin myrkri og kulda, þá losnaði um allskonar tilfinningar hjá mér. Ég umfaðmaði þær og þá komu sögurnar í þessari bók til mín,“ segir Helen Cova, en hún sendi nýlega frá sér smásagnasafn fyrir fullorðna, bók sem ber titilinn Sjálfsát – Að éta sjálfan sig. Bókin kom út bæði á íslensku og ensku og er hver saga myndskreytt af Rubén Chumillas.

Harðneskjulegt uppeldi

Helen er fædd og

...