Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er saga ungrar konu frá Póllandi. Á meðan hún er að ganga í gegnum skilnað verður hún líka fyrir árás ókunnugs manns. Svo hún er í ástarsorg og áfalli.

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Þetta er saga ungrar konu frá Póllandi. Á meðan hún er að ganga í gegnum skilnað verður hún líka fyrir árás ókunnugs manns. Svo hún er í ástarsorg og áfalli. Hún notar tækifærið til þess að flytja til Íslands og hefja nýtt líf langt frá vandamálum sínum. Hér byrjar sagan,“ segir pólski rithöfundurinn Ewa Marcinek um verk sitt Ísland pólerað sem kom út fyrr í mánuðinum.

„Hún vinnur á veitingastað og þar á hún í samskiptum við viðskiptavini. Hún er að reyna að skilja nýja umhverfið sitt, læra íslensku og finna vináttu og ást í Reykjavík.“

Verkið skrifaði Ewa á ensku og Helga Soffía Einarsdóttir þýddi það yfir á íslensku. Í verkinu blandast saman tungumálin íslenska og pólska. „Það er raunveruleiki útlendinga sem búa á Íslandi. Mér finnst mjög skemmtilegt að hugsa um það hvernig tungumálið er í svona aðstæðum. Pólska er ekki

...