Nýsköpun Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Sweeply.
Nýsköpun Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Sweeply. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nýsköpunarfyrirtækið Spectaflow hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Sweeply. Fyrirtækið fékk fyrr á árinu 260 milljóna fjármögnun frá Frumtaki og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Sweeply þróar hugbúnaðarlausn sem sjálfvirknivæðir dagleg verkefni hjá starfsfólki hótela og gististaða. Lausnin er í notkun á yfir 100 hótelum og gististöðum í sex löndum en í tilkynningu frá félaginu kemur fram að náðst hafi samningar við tvö íslensk og fimm erlend hótelbókunarkerfi sem munu dreifa lausninni. Nýja stjórn skipa þau Eggert Claessen (formaður), Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, Sigrún Dóra Sævinsdóttir, Friðrik Friðriksson og Erlendur Steinn Guðnason.