Hraður og öruggur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis er mikilvægasta verkefni 21. aldarinnar. Allt annað bliknar í samanburði. Fyrir liggur að án tafarlausra aðgerða er útilokað að halda…
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Hraður og öruggur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis er mikilvægasta verkefni 21. aldarinnar. Allt annað bliknar í samanburði. Fyrir liggur að án tafarlausra aðgerða er útilokað að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C ef miðað er við fyrstu iðnbyltinguna. Í ljósi þessara staðreynda var Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ómyrkur í máli við upphaf COP27 í Egyptalandi.

En niðurstaða 27. fundar aðildarríkja loftslagssamningsins í Sharm El Sheikh í Egyptalandi gefur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um að markmiðið um 1,5°C náist. Með jákvæðum huga má segja að náðst hafi „varnarsigur“ sem felst í því að ekki tókst að útvatna árangurinn sem náðist á COP26 í Glasgow í fyrra.

Hamfarahlýnun er „stærsta vandamálið sem stigmagnar öll önnur vandamál,“

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir