„Ég hef verið að fara með gönguhóp, sem er Trimmklúbbur Seltjarnarness, í gönguferð á hverju ári í tuttugu ár núna,“ segir Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður og ekki síður þaulvanur fjallgöngumaður, en Leifur er eini…
Fyrst? Á föstudaginn verða 54 ár síðan Neil Armstrong steig fæti á tunglið. Er þetta fyrsta fólkið á Hágöngum?
Fyrst? Á föstudaginn verða 54 ár síðan Neil Armstrong steig fæti á tunglið. Er þetta fyrsta fólkið á Hágöngum?

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég hef verið að fara með gönguhóp, sem er Trimmklúbbur Seltjarnarness, í gönguferð á hverju ári í tuttugu ár núna,“ segir Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður og ekki síður þaulvanur fjallgöngumaður, en Leifur er eini Íslendingurinn sem í tvígang hefur sigrað Mount Everest og staðið þar á toppnum.

Í kjölfar gönguferða á Eyjafjallajökul og svo Hvannadalshnúk bað hópurinn Leif að stinga upp á næsta áfangastað sem hann og gerði og komst sú hefð á í ferðum hópsins að á hverjum tindi stakk Leifur upp á verkefni næsta árs, næsta fjallstindi til að sigrast á.

Inn undir Síðujökul

„Þannig hef ég farið með hópinn á mjög

...