Það er mikilvægt að við þróun grænna iðngarða sé fylgt væntingum og alþjóðlegum reglum, stöðlum og vottunum um vistvæna framleiðsluferla.
Magnús Yngvi Jósefsson
Magnús Yngvi Jósefsson

Magnús Yngvi Jósefsson og Karen Mist Kristjánsdóttir.

Hugtakið um græna iðngarða (Eco Industrial Parks) grundvallast af markmiðum um hringrásarhagkerfi og lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá iðnaðarstarfsemi. Hugtakið hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþróun í sátt við umhverfi og samfélag og er beintengt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega markmiði 9 um nýsköpun, iðnað og innviði. Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) og Alþjóðabankinn ásamt öðrum stofnunum hafa um skeið unnið að skilgreiningu á grænum iðngörðum og hefur sú vinna leitt til dýpri skilnings á hugtakinu en það kann jafnframt að hafa í för með sér nýjar væntingar um hvað má kalla grænan iðngarð, sem kann að hafa áhrif þegar kemur að styrkjum, ívilnunum og grænum fjárfestingum í vistvænni iðnaði.

Hvað er grænn iðngarður?

...