Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Nú eigum við nóg af bóluefni og þurfum bara að bíða eftir að tímasetningin passi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ákveðið hefur verið að ráðast í örvunarbólusetningu fyrir þá sem náð hafa 60 ára aldri á næstu vikum. Sex mánuðir þurfa að líða frá því bólusetningu lauk svo búast má við því að nokkrir stórir bólusetningardagar verði í Laugardalshöll í september og október. „Við reiknum með um það bil sex löngum dögum einu sinni í viku eða aðra hverja viku. Þetta verður kynnt betur á heimasíðunni okkar þegar nær dregur. Þetta eru um 60 þúsund manns sem við bólusetjum,“ segir Óskar.

Þar til örvunarbólusetningar hefjast verður haldið áfram að bólusetja þá sem misst hafa af bólusetningu á Suðurlandsbraut. Óskar segir að nokkur hundruð manns hafi komið þangað að jafnaði dag hvern að undanförnu. Hann ítrekar að fólk sé velkomið

...