Zoe Konstantopoulou er fædd 8. desember 1976, en hún er dóttir gríska stjórnmálamannsins Nikos Konstantopoulos, sem var á sínum tíma formaður hins vinstrisinnaða Synaspismos. Konstantopoulou er lögfræðingur að mennt og starfaði hún árið 2001 við alþjóðastríðsglæpadómstólinn fyrir ríki Júgóslavíu fyrrverandi. Hún settist fyrst á gríska þingið árið 2012 og varð forseti þess í nokkra mánuði árið 2015.