Í barnalögum og barnaverndarlögum er skýrt áréttað að ávallt skuli beita þeim ráðstöfunum sem ætla megi að séu barni fyrir bestu og hagsmunir þeirra ávallt hafðir í fyrirrúmi. Þá er einnig skýrt að vernda beri börn gegn hvers kyns ofbeldi eða vanvirðandi hegðun.

Þegar horft er til þessara skýru lagaákvæða vekur það undrun hvernig stjórnvöld halda um taumana þegar kemur að umgengnismálum. Umgengni barns við foreldri er einn af grundvallarréttum barns og mætti því ætla að stjórnvöld tækju af festu á því ef á þessum mikilvæga rétti er brotið. Því miður eru sýslumannsembættin víða um land afskaplega vanmáttug til að bregðast með fullnægjandi hætti við málum hvar barni er meinað að umgangast foreldri sitt eða stafar hætta af umgengni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur ástandið versnað til muna eftir að embættin voru sameinuð vegna þess að fjármagn virðist ekki hafa fylgt þeim umtalsverðu verkefnum sem þar skal sinnt. Starfsmönnum sifjadeilda embættisins fækkaði

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir