Eftir Vilhelm Jónsson: „Óafturkræf mistök munu eiga sér stað verði nýr Landspítali byggður upp við Hringbraut.“
Vilhelm Jónsson
Vilhelm Jónsson

Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar er réttlætt af áratuga gömlum útreikningum sem standast ekki nútíma hönnun sjúkrahúsa.

Málflutningur heilbrigðisráðherra er ekki boðlegur ásamt Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins að láta liggja að því að breytt staðsetning Landspítalans þýði 10 til 15 ára seinkun. Sjúkrahús úti um allan heim eru byggð á örfáum árum ásamt hönnun og því þarf ekkert að vera öfugt farið hér á landi.

Við yfirlestur á opinberum skýrslum sem hafa verið gefnar út undangengin ár af háskólasamfélaginu og fræðimönnum að beiðni stjórnsýslu er ljóst hversu óábyrgar fyrirhugaðar framkvæmdir við Hringbraut eru. Að hrinda af stað innan nokkurra mánaða stærstu byggingarframkvæmd landsins stenst enga skoðun og gengur þvert á aðvaranir.

Árið 2011 mat Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, kostnað og ábata af fyrirhuguðum nýbyggingum við Landspítala. Hennar álit var að kostnaður við

...