Eftir Þorstein Sæmundsson: „Stjórnmálamönnum hlýtur hins vegar að vera leyfilegt að hafa skoðun á áhugaleysi fjölmiðla um kjör hundrað þúsund heimila í landinu.“
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson
Í síðustu viku lagði Miðflokkurinn fram tímamótamál á Alþingi sem litla athygli hefur fengið, nefnilega frumvarp um að verðtrygging lána taki framvegis mið af neysluvísitölu án húsnæðisliðar . Þessi tilhögun hefði sparað íslenskum heimilum u.þ.b. 50 milljarða króna einungis síðustu 12 mánuði hefði hún gilt þann tíma. Ætla má að frumvarpið snerti um hundrað þúsund heimili og hefði því getað sparað hverju íslensku heimili sem ber verðtryggt lán um 500 þúsund krónur á tímabilinu sem um ræðir með sömu forsendum. Frumvarpið er einnig gott fyrsta skref í því að afnema vísitölubindingu neytendalána. Undanfarna áratugi hefur áhættan af lántökum alfarið verið lántakandans. Það er langt frá því að vera sanngjarnt eins og öllum má ljóst vera. Umræðan um málið á þingi í síðustu viku var vönduð og málefnaleg. Athygli vakti að þátttaka tveggja ríkisstjórnarflokka, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks takmarkaðist við örfá andsvör. Sá þriðji, VG sem kallar sig...