Mig langar að tala um menntun. Nú vil ég taka fram að ég er enginn sérfræðingur, starfa hvorki í skóla né er kennaramenntuð. En ég ætla samt að leyfa mér að tala um menntun út frá mínum forsendum, út frá forsendum nemandans og foreldris fjögurra barna sem lokið hafa mismörgum skólastigum. Ég vona að sérfræðingarnir virði það við mig.

Staðan í háskólum er sú að við fjárfestum langt undir meðaltali OECD-ríkja í háskólamenntun og rétt rúmlega þriðjungur innskráðra háskólanema eru ungir karlar. Framhaldsskólum var gert að stytta nám til stúdentsprófs. Hefðbundnir menntaskólar grátbáðu um að fá að viðhalda fjögurra ára námi en stjórnvöld gátu ekki fallist á það og gerðu öllum að starfa eftir nýrri námssýn sinni. Eftir styttingu er nú komið í ljós að framhaldsskólar virðast mun slakari á kröfum um þriggja ára nám til stúdentsprófs og ráðleggja margir nemendum sínum að taka stúdentspróf á lengri tíma.

Í grunnskólum berast þær fregnir helst

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir