Eftir Óla Björn Kárason: „Stefnan í heilbrigðismálum til framtíðar getur ekki mótast af andúð á einkarekstri. Það er engin skynsemi í öðru en að nýta kosti einkarekstrar.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Líklega er það rétt að okkur Íslendingum hefur ekki tekist sérstaklega vel að móta heildstæða langtímastefnu í heilbrigðismálum, nema að einu leyti: Við erum sammála um að tryggja gott heilbrigðiskerfi fyrir alla, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu.

Í umróti síðustu tíu ára hefur reynst erfitt að horfa til lengri tíma, ná yfirsýn og marka stefnu til lengri tíma í heilbrigðismálum. Hvernig má annað vera? Frá 2007 hafa sjö einstaklingar úr fjórum stjórnmálaflokkum setið í stóli heilbrigðisráðherra. Að meðaltali hafa þeir setið rétt liðlega 18 mánuði.

Lítill eða enginn árangur næst í rekstri fyrirtækja þegar stöðugt er skipt um forstjóra. Framtíðarsýnin nær litlu lengra en fram að næstu forstjóraskiptum – þróun situr á hakanum og nýjar leiðir verða ekki farnar. Hið sama á við um heilbrigðiskerfið.

Auðvitað er ekki sanngjarnt að halda því fram að stefnuleysi ríki í heilbrigðismálum en við erum a.m.k. lítillega

...