Eftir Ara Trausti Guðmundsson: „Svo fór að ekki var mælt fyrir tillögu ráðherranefndarinnar um að leggja Norræna eldfjallasetrið niður og hún einfaldlega dregin til baka.“
Ari Trausti Guðmundsson
Ari Trausti Guðmundsson

Ísland er sérstætt og gott land til eldfjallarannsókna og eldfjallafræðslu. Þess vegna eru jarðvísindi meðal þeirra vísindagreina sem hæst ber innan lands og utan. Norræna eldfjallasetrið (NE) hefur starfað hér á landi í rúm 40 ár, getið sér gott orð í margvíslegum og gagnlegum rannsóknum, eflt norræna samvinnu og sjálfsmynd, og menntað rúmlega 150 unga vísindamenn. NE kristallar mikilvæga sérþekkingu í eldfjallafræðum til gagns fyrir okkur og aðrar þjóðir.

Fyrir skömmu ákvað Norræna ráðherranefndin að leggja stofnunina, sem þegar nýtur 70-80 mkr. árlegs stuðnings íslenska ríkisins, niður á árabilinu 2020-2023, og um leið NIAS (Asíurannsóknastofnun), NORDITA (kjarneðlisfræðistofnun), Nifs (hafréttarstofnun) sem starfa í hinum Norðurlandaríkjunum.

Föstu norrænu fjármagni (23 millj. Dkr/ár) til stofnananna fjögurra, sem allar fá háa einkunn Eftirlitsstofnunar Norðurlandaráðs, átti að beina til samkeppnissjóðsins NordForsk. Árlegt

...