Eftir Guðna Ágústsson: „Ristilkrabbamein er annað eða þriðja algengasta krabbamein meðal Íslendinga og önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameins.“

Ekkert skortir á nákvæmni manna að fara með nýja bílinn sinn í fimmtán þúsund kílómetra skoðun og borga fúlgur fjár fyrir. Hins vegar eru margir tregir til að fara sjálfir til læknisins í samskonar fyrirbyggjandi skoðun og þola illa nöldrið í konu sinni eða móður þegar þær eru að minna á að heilsan sé rannsökuð og hjartsláttur bóndans ekkert síður en ganghljóð bílsins. Ekkert eitt hefur fyrirbyggt eða komið í veg fyrir áföll og dauða kvenna eins og regluleg brjóstaskoðun og leit að krabbameini. Mér er sagt að Íslensk erfðagreining sé að kalla inn reglulega heilu hópana í heilsuskoðun, í allsherjarrannsókn. Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir standi þar vaktina hjá Kára Stefánssyni. Ég hitti mann á dögunum sem þangað fór og leiðin lá beint inn á hjartadeild; þrjár æðar kolstíflaðar og hann vissi ekkert sjálfur að dauðinn gæti mætt honum á næsta götuhorni.

Sjálfur fór ég að ráði Ólafs F. Magnússonar heimilislæknis til Ásgeirs Theódórssonar læknis í maga-

...