Eftir Harald Sverrisson: „Önnur ástæða þess að svo mikil uppbygging er í Mosfellsbæ er að bærinn er vinsælt sveitarfélag til búsetu. Eins og sést í þjónustukönnunum Gallup.“
Haraldur Sverrisson
Haraldur Sverrisson

Um þessar mundir á sér stað mikil uppbygging í Mosfellsbæ á öllum sviðum. Fordæmalaus fjölgun varð í bæjarfélaginu á síðasta ári en þá fjölgaði bæjabúum um 8,2%. Þetta er langmesta fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og ein sú mesta á landinu. Ástæður þessarar miklu fjölgunar eru einkum tvær. Í fyrsta lagi er skortur á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í Mosfellsbæ hafa bæjaryfirvöld brugðist við því með miklu lóðarframboði í nýjum uppbyggingarhverfum bæjarins, Helgafelli og Leirvogstungu. Í Helgafellshverfi einu og sér hafa t.d. verið byggðar rúmlega 600 nýjar íbúðir á undanförnum árum. Við sjálfstæðisfólk í Mosfellsbæ höfum staðið vaktina á undanförnum árum og séð til þess að það hefur verið nægt lóðaframboð í Mosfellsbæ.

347 umsóknir um 31 lóð

Önnur ástæða þess að svo mikil uppbygging er í Mosfellsbæ er að bærinn er vinsælt sveitarfélag til búsetu. Í þjónustukönnunum Gallup sem gerðar eru meðal 19...