Eftir Óla Björn Kárason: „Það er ákveðin hugmyndafræði að byggja upp sveitarfélag þar sem tekist hefur að samþætta öfluga þjónustu við íbúana, hófsamar álögur og lágar skuldir.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Sveitarfélögin leika æ stærra hlutverk í íslensku samfélagi. Hvernig til tekst við rekstur þeirra hefur ekki aðeins bein áhrif á daglegt líf okkar allra heldur veruleg óbein efnahagsleg áhrif. Á þessu ári er áætlað að heildartekjur A-hluta sveitarfélaganna verði 357 milljarðar króna og þurfa að vera skatttekjur um 280 milljarðar. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er reiknað með að heildartekjur A-hluta sveitarfélaganna verði orðnar liðlega 460 milljarðar árið 2023 eða um 103 milljörðum hærri en á þessu ári. Við þetta bætast um 107 milljarða tekjur B-hluta.

Útsvarstekjur eru mikilvægasti tekjustofn sveitarfélaganna eða nær 80% af skatttekjum og 62% af heildartekjum. Eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem leggur á hámarksútsvar – 14,52% – er Reykjavík, en lægst er álagningin á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Af 74 sveitarfélögum er útsvarsprósentan í hámarki í 56.

Í samantekt Samtaka atvinnulífsins [SA], sem var birt nýlega,

...