Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson: „Við sem næstir búum höfum ekki heyrt nokkurn einasta mann kvarta yfir þessum mannvirkjum í Mjólkárvirkjun. Engan. Þetta er náttúrlega bilun!“
Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson

Sagt hefur verið um Vestfirðinga að þeir hnýti ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og aðrir landsmenn. Þeir vilja efla gömlu atvinnuvegina, landbúnað, sjávarútveg og iðnað hvers konar. En „þið þarna fyrir sunnan“ viljið endilega að þeir verði bugtandi ferðaþjónar. Fylli fjórðunginn af stjórnlausu ferðafólki og þjóni því allan ársins hring. Hreyfi sem minnst við landsins gögnum og gæðum svo blessaðir ferðalangarnir fái ekki sjokk af sjónmengun.

Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins?

Íslendingar eiga erfitt með að stjórna sjálfum sér svo vel sé. Og kunna ekki og vilja ekki forgangsraða fjármunum. Íslenska stjórnsýslan hefur stundum ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum hana, til vinstri né hægri. Því eru litlar sem engar líkur á að við getum haft almennilegt kontról á mörgum milljónum ferðamanna á ári að óbreyttu. Þetta er náttúrlega bilun, en það er svona samt!

Ferðamenn,

...