Eftir Björn Bjarnason: „Þótt málstaðurinn skipti vissulega máli er Trump jafnvel meira í mun að vera í sviðsljósinu.“
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Staða Íslands innan Atlantshafsbandalagsins hefur verið einstæð allt frá því að bandalagið var stofnað fyrir 69 árum. Íslendingar skuldbundu sig ekki, einir aðildarþjóðanna, til að stofna her vegna aðildarinnar. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á að hafa dregið athygli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að þessari staðreynd á fundi í Hvíta húsinu.

Trump hafi verið með lista yfir NATO-ríkin í höndunum. Við heiti hvers þeirra var tala sem sýndi útgjöld til hermála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þar stóð talan 0 við Ísland. Þetta þótti Trump undarlegt og hneykslaðist. Þá benti Mattis honum á að Íslendingar héldu ekki úti eigin herafla. Framlag þeirra til NATO væri annars eðlis. Lét Trump þar við sitja.

Bandaríkjaforseti sendi sumum stjórnarherrum NATO-ríkja bréf fyrir fundinn nú í Brussel um hækkun fjárframlaga þeirra til sameiginlegra varna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fékk ekkert slíkt bréf.

...