Eftir Björn Bjarnason: „Óþarft er að fara alla leið til Ástralíu til að kynnast tilraunum Kínverja til að auka ítök sín.“
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Xi Jinping, forseti Kína, sýnir norðurslóðum mikinn áhuga. Hann sagði í ræðu árið 2014 að Kínverjar vildu verða „stórveldi“ við norðurpólinn. Kína varð árið 2013 áheyrnafulltrúi að Norðurskautsráðinu. Í janúar á þessu ári birtu kínversk stjórnvöld fyrstu norðurslóðastefnu sína. Þar er Kína sagt „nánast norðurskautsland“ þótt nyrsta byggð í Kína sé álíka langt frá norðurheimskautinu og Berlín sagði í grein The Economist um norðurslóðaáhuga Kínverja fyrr á árinu. Þar er einnig minnt á að norðurslóðir tengist stefnu Xi sem kennd er við belti og braut og miðar að gerð mannvirkja sem bæta samgöngur og viðskipti milli Asíu, Afríku og Evrópu auk þess að styrkja stöðu Kína sem heimsveldis.

Fyrir skömmu hófu risa-gasflutningaskip beinar ferðir með fljótandi jarðgas (LNG) frá Sabetta-höfn á Jamal-skaga í Síberíu til hafnar í Kína. Þar var fyrstu skipunum fagnað af orkumálaráðherra Rússlands og orkumálastjóra Kína. Kínverjar hafa lagt mikið fé til vinnslu jarðgass

...