Eftir Óla Björn Kárason: „Það er ekki hlutverk mitt eða annarra þingmanna að leggja steina í götur einkaframtaksins. Verkefnið er að fjölga valmöguleikum almennings.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Ein frumskylda stjórnvalda á hverjum tíma er að verja samkeppnishæfni landsins. Tryggja að íslensk fyrirtæki og launafólk verði ekki undir í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er þess vegna sem ég hef hamrað aftur og aftur á mikilvægi þess að allt regluverk samfélagsins sé einfalt, gegnsætt og sanngjarnt. Þess vegna hef ég ítrekað bent á nauðsyn þess að þegar teknar eru ákvarðanir um skatta og gjöld sé hugað að samkeppnishæfni landsins. Og þess vegna hef ég lagt áherslu á að allt skipulag – allt frá heilbrigðiskerfinu, til raforkukerfisins, frá landbúnaði til sjávarútvegs, frá skipulagi peningamála til menntakerfisins – geti annaðhvort gefið okkur forskot eða dregið úr samkeppnishæfni lands og þjóðar.

Um það verður vart deilt að samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs hefur orðið lakari á undanförnum misserum. Um leið og íslenskur almenningur hefur notið sterkrar stöðu krónunnar hefur staða fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni versnað. Á sama tíma

...