Jóhann Ingi Hafþórsson

Pétur Hreinsson

„Þrjú, núll er heldur stórt. Sérstaklega miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Þetta hefði orðið öðruvísi leikur hefðum við náð að setja þetta þriðja mark svokallaða. Þeir drápu leikinn með þessu þriðja marki,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 3:0 tap fyrir Belgíu.

„Við gerðum betur að þessu sinni en á laugardaginn og vorum staðráðnir í því að gera það fyrir sjálfa okkur og framhaldið að sýna betri frammistöðu,“ sagði Sverrir við mbl.is

„Við sögðum fyrir leikinn að frammistaðan væri mikilvæg eftir leikinn við Sviss. Við spiluðum ekki vel þar. Ég er sáttur við frammistöðuna þrátt fyrir tapið. Það er hægt að vera sigurvegari þrátt fyrir tap ef þú skildir allt eftir á vellinum,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Belgum.

„Við getum verið

...