Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að vísa frá dómi CLN-málinu svokallaða, en málið er einnig þekkt sem Chesterfield-málið. Úrskurðinn kváðu upp héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg dómsformaður og Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Einarsson viðskiptafræðingur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar.

Forsaga málsins er sú að með ákæru 22. apríl 2014 höfðaði sérstakur saksóknari sakamál á hendur ákærðu Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni.

Málið var eitt af hrunmálunum svonefndu og voru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað 508 milljónir evra frá ágúst til október 2008 til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Magnúsi, sem var framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, var gefin að sök hlutdeild

...