Drægni Verið er að ljúka við nýjar langdrægar MAX vélar Primera Air í Boeing verksmiðjunum í Bandaríkjunum.
Drægni Verið er að ljúka við nýjar langdrægar MAX vélar Primera Air í Boeing verksmiðjunum í Bandaríkjunum.

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Flugfélagið Primera Air, sem er að fullu í eigu Andra Más Ingólfssonar, er nú að klára langtímafjármögnun í skuldabréfaútboði að upphæð 40 milljónir evra, jafnvirði um 5,3 milljarða íslenskra króna. Andri segir að þátttakendur í útboðinu séu evrópskar fjármálastofnanir. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að fjármögnuninni sé ætlað að styðja þann vöxt sem verður á næsta ári hjá félaginu. Að hans sögn verður þá um mestu aukningu að ræða í sögu félagsins, en undirbúningur nýs viðskiptalíkans hefur tekið meira en þrjú ár. Líkanið gengur út á bein flug yfir Atlantshafið frá nokkrum lykilflugvöllum á meginlandi Evrópu, á nýjum sérhönnuðum flugvélum.

Tjón vegna afhendingar

Félagið varð fyrir 1,5 milljarða króna tjóni fyrr á þessu ári þegar það þurfti að leigja dýrar Boeing 757 og 767 vélar, eftir að afhending á fimm nýjum og mun...