Eftir Áslaugu Einarsdóttur: „Krýsuvíkursamtökin eru svar við þeirri neyð sem herjar á samfélag okkar í þessum töluðu orðum.“
Áslaug Einarsdóttir
Áslaug Einarsdóttir

Ég kom til Krýsuvíkur í byrjun árs 2017 þá orðin úrkula vonar. Enn önnur meðferðin að hefjast eftir allar mínar misheppnuðu tilraunir til að ná tökum á fíknivanda mínum. Ég hafði enga trú á því að í þetta skipti myndi ég sigra fíkniefnadjöfulinn. Ég hafði brugðist sjálfri mér og öðrum og var í þann mund að missa frá mér það sem var mér helgast. Ég hafði háleit markmið um sjálfa mig og lífið. Ég sem hafði brotist til mennta og sýnt styrkleika og hæfileika á hinum ýmsu sviðum átti öflugan og grimman andstæðing í Bakkusi. Þrátt fyrir góð uppeldisskilyrði varð ég fyrir áföllum á fullorðinsárum sem urðu til þess að ég hafði stigvaxandi þörf fyrir að deyfa mig gagnvart þeim sársauka sem þau ollu. Ég var komin í vítahring og eina lausnin var fólgin í vímugjöfum sem tímabundið slógu á sársaukann sem fyrir var og þann sársauka sem þetta ástand kallaði á.

Misnotkun hugbreytandi efna er í mínum huga ekkert annað en verkfæri til að lina þjáningar og

...