Eftir Stefaníu Jónasdóttur: „Það hryggir mig að horfa upp á sölu lands míns, lands sem ég fékk að fæðast til og tilheyra, sem veitt hefur mér skjól og gleði.“
Stefanía Jónasdóttir
Stefanía Jónasdóttir
Enn og aftur skrifa ég: „Hver á sér fegra föðurland?“ –Það hryggir mig að horfa upp á sölu lands míns, lands sem ég fékk að fæðast til og tilheyra, sem veitt hefur mér skjól og gleði. En nú er það selt í æ meira mæli til innlendra og erlendra auðmanna, sem með ágirnd sinni sprengja upp jarðaverð, svo að enginn annar en þeir er þess umkominn að kaupa. Hægt er að kaupa sér bújörð erlendis en í flestöllum tilvikum er það fasteign auk ræktaðs lands. Engin þjóð selur víðerni sín nema þá kannski Suður-Ameríka, en þar valsa auðmenn og fyrirtæki um og fella skóga og arðræna þjóðir. Það sama á eftir – og er – að gerast hér. Sofandi stjórnvöld leyfa sölu á landinu, hugsið þið ykkur og hugsið til framtíðar. Með íslenskum bújörðum fylgja gjarna fjöll, ár, vötn, dalir, fossar og hafréttindi, þannig að við sölu jarðar þá er það orðið að landsölu. Verið er að selja landið í bútum. Gamblað er með landið. Móðir jörð er þreytt og sjúk og eins er að fara fyrir landi mínu, það...