Fyrir nokkrum dögum voru fjárlög, sem eru stefnuskrá hverrar ríkisstjórnar afgreidd, eftir aðra umræðu í þinginu. Við aðra umræðu koma fram þær breytingar sem stjórnmálaflokkar vilja gera á fyrirliggjandi frumvarpi. Að þessu sinni notaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifærið til að ganga á bak orða sinna gagnvart öryrkjum og snuða fátækasta fólk á Íslandi um ellefuhundruð milljónir króna. Fátækasta fólkið á Íslandi á að bíða eftir réttlæti enn um hríð meðan félagsmálaráðherra sem nú er einnig barnamálaráðherra vinnur tillögur sínar varðandi öryrkja sem margir hverjir hafa börn á framfæri sínu. Miðflokkurinn lagði fram skýrar og fjármagnaðar tillögur við umræðuna sem rétt er að gera grein fyrir hér. Tillögur flokksins hefðu gagnast bæði fólki og fyrirtækjum hefðu þær verið samþykktar. Miðflokkurinn lagði fram tillögu um lækkun tryggingagjalds sem komið hefði fyrirtækjum sérstaklega litlum og meðalstórum mjög vel. Flokkurinn lagði til að kolefnisgjald...

Höfundur: Þorsteinn Sæmundsson