Eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur: „Um kennaramenntun og þá sem sækja um undanþágu til að geta kennt í grunnskólum.“
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er nú til skoðunar hugmynd um að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað sérstaks leyfisbréfs fyrir hvert skólastig eins og nú er gert. Þessi hugmynd ráðuneytisins hefur verið rædd hjá hagsmunahópum og í háskólum sem bjóða upp á nám til kennsluréttinda og sýnist sitt hverjum. Kveikjan að umræðunni er yfirvofandi skortur á grunnskólakennurum og sú staðreynd að umsóknum um undanþágu til kennslu í grunnskólum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum, eins og fram kom í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar er rætt við Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur, formann Félags grunnskólakennara, sem bendir á að mikill meirihluti þeirra sem sækja um undaþágu til að kenna í grunnskólum til Undanþágunefndar grunnskóla hefur lokið grunn-, meistara- eða doktorsgráðu frá háskóla – í öðrum greinum en kennslu- og menntunarfræðum. Einnig kemur fram að einstaklingar með kennaramenntun virðast sækja í önnur –...