Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Forsenda öryggis og lífskjara er að deila fullveldi með öðrum þjóðum líkt og við Íslendingar höfum gert með þátttöku í ofangreindum alþjóðasamtökum.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Á hundrað ára afmæli fullveldis er vert að rifja upp atburði og ferli atburða, sem skipt hafa sköpum fyrir líf í landinu. Fullveldi er ekki aðeins það að hafa vald til að ráða örlögum sínum. Fullveldi er miklu heldur það á hvern veg þjóð kýs að starfa og koma fram meðal þjóða. Hugtök eins og fullveldi, sjálfstæði og sjálfræði eru margþvæld.

Um margt fjalla þessi hugtök um það sama. Fyrir þjóð er hér um að ræða að geta ráðið ráðum sínum og öðlast viðurkenningu af verkum sínum og til verka.

Sumum kann að finnast það með stærri sigrum þessarar þjóðar þegar tveir einstaklingar, þeir skáldið Halldór Kiljan Laxness og stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, unnu sína glæstu sigra, hvor á sínu sviði á alþjóðavettvangi á sjötta áratug síðustu aldar. Það voru sigrar einstaklinga, en þjóðin vildi eigna sér sigra þeirra.

Öðrum finnst það viðurkenning á sjálfstæði þjóðar, að fulltrúar þjóðarinnar skyldu, fyrir hennar hönd, fá að

...