Í frumvarpi stjórnlagaráðs segir að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Þar er breyting frá núgildandi stjórnarskrá og er tæknilegs eðlis þar sem íslenskt stjórnkerfi einkennist af þingræði. En hvað þýðir þetta?

Ólafur Páll Jónsson lýsir lýðræði vel í grein sinni „Hvað er lýðræði?“ á vísindavefnum og er skilgreiningin skýrust í orðunum: „Lýðræði sem tæki til að taka ákvarðanir um hagsmunamál fólks – sem það kann þó að vera ósammála um – snýst ekki um að útdeila valdi heldur einfaldlega um hvernig skuli taka ákvörðun í hópi fólks.“ Stjórnarskrá og lög útfæra smáatriði hins lýðræðislega ferlis sem við búum við á Íslandi. Í stuttu máli er ferli ákvarðana þannig að við veljum okkur fulltrúa til að starfa á Alþingi Íslendinga. Þeir fulltrúar greiða svo atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni um þau mál sem tekin eru fyrir á þingi. Þar með er ákvörðun tekin.

Það er hægt að gera ýmislegt til þess að hafa áhrif á sannfæringu þingmanna og þar

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson