Eftir Ásthildi Sturludóttur: „Hér hefur verið unnið þarft og gott verk sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag.“
Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir

Loksins þagna raddirnar í útvarpinu sem skýra frá því að Víkurskarð sé ófært. Loksins hætta okkur að berast fréttir af því að björgunarsveitir hafi farið á Víkurskarð að vetrarlagi til að losa bíla og fólk úr hremmingum í þessari miklu snjóakistu. Loksins loksins hafa verið opnuð göng í gegnum Vaðlaheiðina sem greiða leið á milli tveggja stærstu þéttbýlisstaða Norðurlands.

Með opnun Vaðlaheiðarganga er stigið stórt skref í þá átt að stórbæta samgöngur hringinn um Ísland. Hér eftir keyrum við í gegnum heiðina. Hvílík breyting – hvílík bylting í samgöngum Norðlendinga og um leið allra Íslendinga.

Hér hefur verið unnið þarft og gott verk sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Allar vegabætur, hvar sem er á landinu, eru í þágu allra Íslendinga og þjóðinni til heilla.

Allt orkar tvímælis þá gjört er. Menn lyfta varla skóflu við vegabætur hérlendis öðruvísi en að það sé gagnrýnt. Vaðlaheiðargöngin hafa

...