Steinunn Sveinsdóttir fæddist á Siglufirði 6. janúar 1934. Hún lést á dvalarheimilinu Hvammi 3. febrúar 2019.

Foreldrar hennar voru Sveinn Ásmundsson byggingameistari, f. 16. júní 1909, d. 26. febrúar 1966, og Margrét Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1912, d. 13. desember 1983.

Systkini Steinunnar eru Ásbjörn Ólafur, lyfjafræðingur, f. 24. nóvember 1942, og Snæbjörn, rafmagnstæknifræðingur, f. 19. september 1946.

19. október 1957 giftist Steinunn Hauki Ákasyni rafvirkjameistara, f. 18. janúar 1933, d. 26. júlí 2000. Synir þeirra eru: 1) Sveinn, f. 23. mars 1958, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Yupin Chamnongsak, f. 11. október 1974, sonur hennar er Natthapong Orachun, fæddur 12. september 1997. 2) Áki, f. 24. júní 1965, rafvirki á Húsavík, kvæntur Örnu Þórarinsdóttur, f. 27. ágúst 1969, og eiga þau þrjú börn: Hauk Inga, f. 24. ágúst 1989, Karen Ósk, f. 16. júlí 1996, og Rakel Rán, f. 27. febrúar 1999. 3) Haukur,

...