Eftir Gísla Pál Pálsson: „Þessi dagur er notaður til að vekja athygli á því mikla og fórnfúsa starfi sem björgunarsveitir landsins sinna.“
Gísli Páll Pálsson
Gísli Páll Pálsson

Ár hvert halda björgunarsveitir landsins ásamt slysavarnafélögum og Neyðarlínunni 11. febrúar hátíðlegan. Dagurinn er auðvitað samsetning neyðarnúmersins 112 (sem er 11. febrúar ár hvert), eða einn einn tveir eins og það er kallað dags daglega. Svona til að minnstu börnin geti lært og notað númerið í neyð.

Þessi dagur er notaður til að vekja athygli á því mikla og fórnfúsa starfi sem björgunarsveitir landsins sinna. Það eru 93 björgunarsveitir og 33 slysavarnafélög á landinu. Á útkallsskrá eru rúmlega 4.000 einstaklingar sem eru reiðubúnir, á nóttu sem degi, að stökkva til og leita að týndu fólki, hlúa að slösuðum og veikum þar sem lögregla kemst ekki til þeirra. Einnig flytja slasaða úr erfiðum aðstæðum undir læknishendur og þá oft í sjúkrabíla eða þyrlu.

Þar síðasta sunnudag lentum við í Hjálparsveit skáta Hveragerði í því að bjarga konu sem fallið hafði í sjóinn við Þorlákshöfn en náði að skríða í

...