Eftir Ögmund Jónasson: „Athyglisvert er að fangelsanir á undanförnum misserum beinast einkum að fólki sem drýgt hefur þann glæp að hvetja til samninga og friðsamlegra lausna!“
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Vaxandi spennu gætir í Tyrklandi vegna sveltimótmæla pólitískra fanga þar í landi en þeir krefjast þess að einangrun Öcalans, höfuðleiðtoga Kúrda í Tyrklandi og Norður-Sýrlandi, verði rofin og pólitískum föngum sleppt úr haldi.

Mótmælasvelti

Tölur um hve margir taki þátt í þessum sveltiaðgerðum eru nokkuð á reiki en þær eru á bilinu 150 til 250. Lægri talan vísar þá til þeirra sem eru innan fangelsismúra en sú hærri til heildarinnar. Þannig taka fjórtán stjórnmálamenn þátt í mótmælasvelti í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur svo og þing Evrópuráðsins. Þessar stofnanir hafa sætt nokkurri gagnrýni fyrir linkind gagnvart mannréttindabrotum Tyrkja.

Leyla Güven

Augu fjölmiðla beinast mjög að einum helsta leiðtoga Kúrda til margra ára, Leylu Güven, en hún hætti að neyta matar 7. nóvember sl. Hefur hún því verið án matar í nær...