Eftir Tómas I. Olrich: „Við skulum anda rólega og spyrna við fótum þar sem það á við. Síðan skulum við leita leiða til að hægja á og stöðva aðlögun Íslendinga að fjölþjóðlegu tollabandalagi, sem þeir vilja ekki verða aðilar að.“
Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

Nú eru skiptar skoðanir um hinn svokallaða þriðja orkupakka. Þeir sem aðhyllast innleiðingu pakkans virðast byggja afstöðu sína einkum á tvenns konar fullyrðingum. Annars vegar eru þeir, sem halda því fram að í tilskipuninni sjálfri sé ekki að finna það sem þar stendur. Aðrir halda því fram að flest ef ekki allt sem í þriðju orkutilskipuninni stendur hafi þegar verið í fyrri tilskipunum, sem Íslendingar hafi innleitt án athugasemda.

Ég hef leitt að því rök – með tilvitnunum í ákvæði þriðju tilskipunarinnar – að hún þjóni því hlutverki að auðvelda flutning orku yfir landamæri. Í tilfelli Íslands verður það ekki gert nema með sæstreng. Þess utan mælir tilskipunin fyrir um nýmæli í eftirliti með flutningakerfum. Það eftirlit verður óháð ríkisstjórnum. Í því tilfelli að eftirlitsstofnanir beggja vegna landamæra geti ekki komið sér saman um fyrirkomulag og framkvæmd orkuflutninga yfir landamæri, virkjast heimildir yfirþjóðlegra eftirlitsstofnana til að

...