Íslensk stjórnvöld lýstu nýlega yfir stuðningi við Juan Guaidó til bráðabirgða, en Guaidó er lýðræðislega réttkjörinn forseti valdalauss þjóðþings Venesúela. Með því skipaði Ísland sér í raðir vestrænna ríkja, sem er ánægjulegt. Í framhaldinu er rétt að það fari fram kosningar í landinu og til lengri tíma litið tekst Venesúela vonandi að rífa sig upp úr þeirri eymd sem sósíalistar hafa valdið almenningi í landinu á undanförnum árum.

Um það er ekki deilt að efnahagur Venesúela er í molum. Milljónir manna hafa flúið land, lyf og matvæli fást ekki nema fyrir útvalda vini stjórnvalda, skólar og heilsugæslur geta ekki starfað, ungbarnadauði hefur aukist um 30% og dauðsföllum sængurkvenna hefur fjölgað um 65%, innviðir á borð við dreifikerfi rafmagns eru í molum, gjaldmiðill landsins er með öllu verðlaus, réttarkerfið hefur verið svo gott sem afnumið, pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru fangelsaðir og pyntaðir og þeir einu sem hafa það gott eru vinir

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir