Heiðveig fæddist 9. ágúst 1928 í Keldudal í Dýrafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 4. apríl 2019.

Foreldrar hennar voru Hálfdán Bjarnason skipasmiður, f. 17.8. 1885, d. 17.12. 1965, og seinni kona hans, Guðbjörg Þóroddsdóttir, ættuð frá Alviðru við Dýrafjörð, f. 2.9. 1907, d. 24.2. 1941. Heiðveig var alin upp frá fæðingu hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrri konu Hálfdáns. Heiðveig flutti með fósturmóður sinni til Ísafjarðar um fjögurra ára aldur og ólst þar upp. Heiðveig átti tíu hálfsystkini og þrjú alsystkini en þau eru Didda, f. 1930, Óskar, f. 1931, d. 2013, og Nanna, f. 1933. Heiðveig giftist árið 1948 Sigurbirni Þórðarsyni, prentmyndasmið í Hafnarfirði. Sigurbjörn var einn af stofnendum Hauka og spilaði knattspyrnu með því félagi á fyrstu árum þess. Foreldrar Sigurbjörns voru Sigríður Grímsdóttir, f. 24.6. 1878, og Þórður Þórðarson, f. 24.5. 1873.

Heiðveig og Sigurbjörn eignuðust þrjár dætur. 1) Sigríður

...