Steingrímur Gíslason fæddist á Torfastöðum í Grafningi 22. september 1921. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 8. apríl 2019.

Foreldrar hans voru Árný Valgerður Einarsdóttir, f. 1885 á Litla-Hálsi í Grafningi, d. 1966, og Gísli Snorrason, f. 1883 á Þórustöðum í Ölfusi, d. 1958.

Systkini Steingríms voru Sigríður, Einar, Kristín, Steindór, Snorri Engilbert, Þórður, Arnheiður, Áslaug og Guðríður, öll látin.

Steingrímur giftist 13. desember 1959 Birnu Aðalheiði Árdal Jónsdóttur, f. 24. ágúst 1937, frá Réttarholti í Akrahreppi í Skagafirði, d. 22. maí 2003. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, bóndi í Réttarholti, f. 1890, d. 1972, og Kristrún Helgadóttir, f. 1909, d. 1950, frá Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Fósturmóðir Birnu var Sigríður Rögnvaldsdóttir, f. 1886, d. 1972.

Börn Steingríms og Birnu: 1) Birgir Árdal, f. 1955, maki Margrét Jónsdóttir. Börn Jón Sveinberg, Birna Aðalheiður Árdal, Sesselja Sólveig

...