Átta Ómar Ingi Magnússon braust hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna í Skopje og hér skorar hann eitt markanna í leiknum í fyrrakvöld.
Átta Ómar Ingi Magnússon braust hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna í Skopje og hér skorar hann eitt markanna í leiknum í fyrrakvöld. — Ljósmynd/Robert Spasovski

Handbolti

Sindri Sverrisson

sindris@mbl.is

„Þetta var í mínum huga próf. Karakterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður,“ segir Ómar Ingi Magnússon eftir hálfgerða rússíbanareið sína með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu við Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

Ómar gerði afdrifarík mistök í lok fyrri leiksins, sem Ísland tapaði 34:33 í Laugardalshöll, en var svo besti maður liðsins í 24:24-jafnteflinu í Skopje í fyrrakvöld þar sem hann skoraði 8 mörk. Þessi úrslit þýða að liðin eru jöfn að stigum í 3. riðli og möguleikinn á að enda í efsta sæti riðilsins orðinn afar lítill, því innbyrðis úrslit skila Norður-Makedóníu ofar. Undankeppninni lýkur með leikjum 12. og 16. júní þegar Ísland mætir Grikkjum á útivelli en Tyrkjum á heimavelli, akkúrat öfugt við Makedóníumenn. Tvö efstu liðin komast áfram á EM og raunar komast lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum af átta undanriðlum einnig

...