Kyrrsett Flugvélin Jökulsárlón, TF-ICE, flaug síðast 12. mars.
Kyrrsett Flugvélin Jökulsárlón, TF-ICE, flaug síðast 12. mars. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Pétur Hreinsson

peturhreins@mbl.is

Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines hafa ákveðið að kyrrsetja Boeing 737 Max-vélar í flota sínum til ágústmánaðar næstkomandi. Í tilfelli American Airlines hafa vélarnar verið kyrrsettar til 19. ágúst, en félagið gerði út 25 Max-vélar, eða um 2,6% af flota sínum. Southwest kyrrsetti sínar 34 Max-vélar til 5. ágúst en þær nema 4,5% af flotanum. Síðastliðinn miðvikudag gaf Icelandair út að uppfærð flugáætlun félagsins gerði ráð fyrir að Max-vélar flugfélagsins yrðu kyrrsettar til 16. júní næstkomandi. Þær þrjár Max-vélar sem kyrrsettar voru í síðasta mánuði hjá Icelandair námu 9% af flota félagsins á þeim tíma en félagið gerði einnig ráð fyrir því að taka sex Max-þotur í notkun í vor, þrjár af gerðinni Boeing 737 Max 8 og þrjár Max 9. Í ár var því gert ráð fyrir að Max-vélarnar yrðu 9 af 36, eða sem nemur fjórðungi flotans. Samtals hljóðaði

...