Óánægjuflokkar gætu náð metárangri í Evrópuþingkosningunum

Kosið verður í lok næstu viku til Evrópuþingsins í Strassborg í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins. Áhugi fyrir slíkum kosningum hefur í gegnum tíðina endurspeglað þá ímynd að þingið þjóni litlu hlutverki öðru en að vera nokkurs konar stimpilpúði fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Þátttaka hefur eftir því oftar en ekki verið afar lítil og kosningabaráttan jafnvel snúist um innanlandsmál hvers ríkis frekar en þau málefni sem snúa að Evrópusambandinu sem heild. Allt er þetta skiljanlegt út frá sjónarmiði kjósenda sem telja sig eiga lítið erindi á kjörstað til að kjósa um lítið sem ekki neitt.

Öllu meiri spenna ríkir nú þar sem kannanir benda eindregið til þess að hefðbundnu flokkaþyrpingarnar á þinginu tapi miklu fylgi en í þeirra stað komi flokkar sem eru utar á hinu pólitíska litrófi, bæði til hægri og vinstri. Slíkir flokkar, sem oft eru uppnefndir pópulista- eða jafnvel öfgaflokkar, stundum ranglega, setja gjarnan andstöðu við Evrópusambandið

...