Sigrún Óskarsdóttir fæddist 1. janúar 1935. Hún andaðist 16. apríl 2019.

Útför Sigrúnar fór fram 10. maí 2019.

Ég var einungis nítján ára þegar við Ágúst byrjuðum saman og ég kynntist um leið tilvonandi tengdaforeldrum mínum, þeim Sigrúnu og Sigurði. Svo samrýnd voru þau að ég á erfitt með að skrifa um elskulega tengdamóður mína án þess að þau bæði komi upp í huga minn. Mér var strax vel tekið og var mikið brallað saman gegnum tíðina.

Minnisstæðar eru sumarbústaðaferðirnar, þegar farið var saman í Sunnuhvol, meðan gamli bústaðurinn var á staðnum. Öll sitjandi saman, úti á palli, við gamalt hringborð. Mikið af logandi kertum og tjaldað yfir með plastdúk, til að taka af mestu vætuna. Glatt á Hjalla, allir í góðum gír og á góðum aldri.

Sigrún var einungis rúmlega sextug þegar hún greindist með parkinsons-sjúkdóminn og tók það sinn toll af henni, sérstaklega seinni árin sem

...