Enn er beðið endurskoðunar skattstofns eftir skattahækkun

Lítið fer fyrir umræðum um skatta hér á landi þrátt fyrir hve háir þeir eru og hve mjög þeir hafa hækkað frá því að vinstri stjórnin tók við árið 2009. Þær miklu og fjölmörgu skattahækkanir sem þá dundu á þjóðinni, réttlættar með skyndilegum efnahagserfiðleikum, hafa flestar haldið sér, jafn undarlegt og það er.

En það er ekki aðeins að þær hafi haldið sér, í tíð núverandi ríkisstjórnar var jafnvel stigið það skref að hækka skatt á fjármagnstekjur enn frekar. Í nýlegri umfjöllun Samtaka atvinnulífsins er minnt á að þessi skattur hafi í fyrra verið hækkaður úr 20% í 22% „undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Nú rúmlega ári síðar hefur slík endurskoðun ekki farið fram. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi rými til að lækka skatta og draga úr launatengdum gjöldum – nú er rétti tíminn.“

Þetta eru orð að sönnu. Nú er rétti tíminn til að lækka skatta og draga úr launatengdum gjöldum, en varla verður sagt að nokkuð bóli

...